Enski boltinn

Tosic ætlar að nýta tækifærin sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gleymdi Serbinn í herbúðum Man. Utd, Zoran Tosic, hefur ekki lagt árar í bát þrátt fyrir fá tækifæri. Hann sér fram á bjartari tíma er United tekur þátt í bikarkeppnunum.

Þar búst Tosic við því að fá tækifæri og hann ætlar að minna hressilega á sig. Hann hefur aldrei verið í byrjunarliði United í deildinni en hann kom liðsins í janúar á þessu ári.

Kaupin á honum voru hluti af 17 milljón punda kaupum en Adem Lajic átti einnig að koma með. Partizan Belgrad er aftur á móti hætt við að senda Lajic til United og það hefur vakið upp spurningar um framtíð Tosic.

„Sir Alex er með stóran hóp og mikið af gæðamönnum í aðal- og varaliðinu. Þetta er því ekki auðvelt. Ég verð að vonast eftir tækifæri í bikarkeppnunum og þar get ég vonandi sýnt stjóranum hvað í mér býr," sagði Tosic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×