Enski boltinn

Mascherano ekki spenntur fyrir nýjum samningi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentínumaðurinn Javier Mascherano virðist ekki hafa hug á því að semja upp á nýtt við Liverpool. Það kemur ekki á óvart þar sem hann er þráfaldlega orðaður við Barcelona.

Mascherano á 18 mánuði eftir af núverandi samningi og Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið sé að vinna í nýjum samningi handa Argentínumanninum.

Fastlega er þó búist við því að Mascherano muni hafna þeim samningi og færa sig til Spánar.

„Ég er að spila með Liverpool, er leikmaður félagsins og á tvö ár eftir af samningnum. Ég þarf ekki að segja neitt meira," sagði Mascherano um framtíð sína.

„Ég mun spila áfram fyrir Liverpool og gera mitt besta."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×