Enski boltinn

Bendtner frá lengur en talið var

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal.
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Daninn Nicklas Bendtner verður lengur frá keppni með Arsenal en búist var við í fyrstu. Hann gekkst undir aðgerð vegna nárameiðsla í síðasta mánuði.

Bendtner meiddist í 3-0 sigri Arsenal á Tottenham í lok októbermánaðar en hann hefur lítið getað spilað vegna meiðsla á tímabilinu og aðeins verið í byrjunarliðinu í fjórum leikjum.

„Þetta eru talsverð vonbrigði þar sem hann leit vel út," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og átti von á því að hann yrði orðinn klár í slaginn á nýju ári.

Fleiri sóknarmenn hjá Arsenal hafa átt í meiðslum að stríða. Robin van Persie verður lengi frá og þá missti Eduardo af síðasta leik liðsins vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×