Enski boltinn

Ferguson: Sol kemur ekki til United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur útilokað þann möguleika að fá varnarmanninn Sol Campbell til félagsins.

Það hefur verið um fátt annað talað síðustu daga en hugsanlega komu Campbells til United en nú er ljóst að ekkert verður af því.

„Ég veit ekki hvaðan þessi saga kom en hún er ósönn. Sol Campbell var frábær leikmaður en hann er ekki leikmaður sem við erum að hugsa um að fá til okkar í dag," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×