Íslenski boltinn

Verður Japani í markinu hjá KR næsta sumar?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óvíst er hvort Andre Hansen komi aftur.
Óvíst er hvort Andre Hansen komi aftur.

KR-ingar eru enn í leit að markverði fyrir næsta sumar og nú er kominn til liðsins japanskur markvörður. Sá heitir Akihiro Hayashi og er 22 ára gamall. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Þessi 192 sentimetra markvörður er samningsbundinn enska félaginu Plymouth sem Kári Árnason leikur með. Ef hann kæmi til Íslands kæmi hann sem lánsmaður.

Markvörðurinn hefur leikið með U-20 og U-23 ára liðum Japans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×