Enski boltinn

Kristján Gauti búinn að semja við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson. Mynd/Vilhelm

Kristján Gauti Emilsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Þetta var staðfest á heimasíðu Liverpool í dag þar sem fram kemur að Kristján Gauti mun hefja æfingar með akademíu félagsins í næsta mánuði.

Kristján Gauti er sextán ára Hafnfirðingur sem kom við sögu í þremur leikjum með FH í Pepsi-deild karla síðastliðið sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×