Enski boltinn

Tímabilið mögulega búið hjá Johnson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Johnson, leikmaður Manchester City.
Michael Johnson, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Michael Johnson, leikmaður Manchester City, gæti verið frá það sem eftir lifir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann meiddist á hné á æfingu.

Johnson var frá í heilt ár vegna meiðsla en byrjaði að spila aftur í september síðastliðnum. Hann hefur þó aðeins tvívegis komið inn á sem varamaður í leikjum City í vetur.

Johnson er 21 árs gamall og uppalinn hjá City. Það mun koma í ljós á næstu dögum hversu alvarleg meiðslin hans eru nú en Mark Hughes, stjóri City, óttast hið versta.

„Því miður gæti það verið svo að tímabilið sé búið hjá honum en hann mun fá bestu mögulegu umönnun hjá okkur," sagði Hughes við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×