Enski boltinn

Átti aldrei von á að Hughes yrði stjóri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson segist aldrei hafa grunað að Mark Hughes hefði haft áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri. Það hafi komið honum gríðarlega á óvart.

Ferguson stýrði Hughes til margra ára hjá Man. Utd. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk hefur Hughes átt farsælan feril sem knattspyrnustjóri. Fyrst hjá Blackburn og nú hjá Man. City.

„Maður veit sjaldnast hvaða metnað leikmennirnir hafa og hvað þeir ætla sér að gera. Í dag eru samt Giggs, Scholes og Neville allir að taka þjálfararéttindi. Það er frábært og ég hef hvatt þá til þess. Fyrir vikið eiga þeir möguleika á að vera áfram hluti af leiknum ef þeir vilja," sagði Ferguson.

„Það átti nákvæmlega enginn hér hjá þessu félagi von á því að Mark Hughes færi í þjálfun. Aldrei nokkurn tímann grunaði okkur það og við héldum öll að  Bryan Robson yrði frábær þjálfari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×