Enski boltinn

Aquilani biður um þolnmæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalinn Alberto Aquilani fékk langþráð tækifæri í liði Liverpool gegn Fiorentina í Meistaradeildinni í gær. Hann átti engan stjörnuleik enda lítið spilað síðan hann kom til félagsins.

Hann biður stuðningsmenn félagsins um að sýna sér þolinmæði.

„Það er mjög erfitt að hafa ekki spilað fótbolta í sjö eða átta mánuði. Ef maður spilar ekki er ástandið ekki gott. Ég þarf að fá að spila og eftir því sem ég spila meira þeim mun betri verð ég," sagði Aquilani sem segir að aðalatriði liðsins núna sé að enda í efstu fjórum sætunum í deildinni.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Við verðum að taka einn leik fyrir í einu og á sunnudag verðum við að vinna Arsenal."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×