Enski boltinn

Ashton leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dean Ashton, framherji West Ham, hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna sökum þrálátra meiðsla. Ashton er aðeins 26 ára gamall.

Honum hefur ekki tekist að jafna sig af ökklameiðslum sem hann varð fyrir árið 2006.

Ashton hefur gengist undir margskonar endurhæfingu en ekkert hefur skilað árangri. West Ham staðfesti síðan í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna.

„Þetta er sorgardagur og hugsanir okkar eru hjá Dean. Ég vil þakka honum fyrir hans framlag til félagsins og óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Scott Duxbury, stjórnarformaður West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×