Enski boltinn

Ngog: Henry er besti framherji heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frakkinn David Ngog, leikmaður Liverpool, hefur miklar mætur á landa sínum Thierry Henry sem hann segir vera besta framherjann í boltanum í dag.

Ngog er einnig afar ánægður með liðsfélaga sinn Fernando Torres sem hefur hjálpað honum mikið.

„Ég veit að Fernando er einn besti leikmaður heims og maður lærir mikið af því einu að fylgjast með honum. Hann er frábær fyrirmynd fyrir mig," sagði Ngog við The Sun.

„Hann hefur einnig veitt mér mikla leiðsögn og aðstoð. Sá sem ég lít samt mest upp til er Henry. Ég hef litið upp til hans síðan ég var strákur. Hann er sá besti í heiminum og sérstaklega þegar Frakkland vann HM 1998," sagði Frakkinn ungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×