Enski boltinn

Walcott: Ég er enginn meiðslapési

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ungstirnið Theo Walcott hjá Arsenal segist vera kominn á beinu brautina og óttast ekki að meiðsli munu stöðva hann eitthvað á næstunni.

Vængmaðurinn knái spilaði aðeins sinn sjötta leik með Arsenal í vetur í vikunni en hann hefur verið mikið meiddur í vetur.

„Það var gott fyrir mig að fá leik og dusta rykið af skónum. Vonandi get ég haldið áfram að bæta mig fyrir helgina. Þetta er búinn að vera langur tími í meiðslum og aðalatriðið er að vera laus við þessi meiðsli og geta hjálpað liðinu gegn Liverpool á sunnudag," sagði Walcott.

„Það fyndna er að meiðslin eru ekki mér að kenna. Ég hef bara verið einstaklega óheppinn. Ég er enginn meiðslapési."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×