Enski boltinn

Vela framlengir samninginn við Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Vela í leik með Arsenal.
Carlos Vela í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Sóknarmaðurinn Carlos Vela frá Mexíkó hefur gert nýjan langtímasamning við Arsenal en félagið tilkynnti um það í dag.

Vela er tvítugur og kom til Arsenal árið 2007. Hann var þó fyrstu um sinn í láni hjá spænsku félögunum Salamanca og Osasuna.

Hann lék sinn fyrsta leik með Arsenal á síðasta tímabili og skoraði til að mynda þrennu er liðið vann sigur á Sheffield United í ensku deildabikarkeppninni.

„Carlos er afar hæfileikaríkur eins og við höfum séð. En hann er aðeins tvívtugur og við búumst við miklu af honum," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Eins og venjulega þegar Arsenal á í hlut er ekki gefið upp hversu langur samningstíminn er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×