Fótbolti

Hearts sektaði Eggert

Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts, hefur verið sektaður af félaginu fyrir þátt sinn í átökunum sem brutust út eftir leik liðsins gegn Hamilton í skosku úrvalsdeildinni um helgina.

Hearts tapaði leiknum, 2-1, og fengu tveir félagar Eggerts að líta rauða spjaldið í venjulegum leiktíma. Eggert skoraði mark Hearts í leiknum.

Eftir leikinn brutust út átök og fengu tveir leikmenn Hearts til viðbótar rauða spjaldið vegna þessa og Eggert fékk gult.

Forráðamenn Hearts ákváðu að sekta alla þá sem fengu refsingu eftir að leiknum lauk.

„Öllum viðeigandi leikmönnum hefur verið refsað og munum við nú einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Dundee United," sagði Csaba Laszlo, stjóri Hearts, við skoska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×