Enski boltinn

Owen ánægður með lífið hjá United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Michael Owen segist vera ánægður með þau tækifæri sem hann fær hjá Man. Utd. Hann er afar ánægður með samherja sína í liðinu.

„Ég nýt þess virkilega að spila með United. Það eru aðeins til nokkur lið þar sem maður vonast til að fá tækifæri. United er eitt af þeim," sagði Owen.

„Að skora mörk er annað mál. Eins og allir vita er það erfiðasta í leiknum að skora mörk. Miðað við gæðin hjá félögum mínum þá fær maður tækifæri til þess að skora. Strákarnir gera manni auðveldara fyrir," sagði Owen en eftir þrennuna í Þýskalandi er hávær umræða um það hvort hann eigi ekki að fá aftur tækifæri með enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×