Enski boltinn

Robinho segist ekki vera á förum frá City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn segir að þrátt fyrir alla orðróma sé hann ánægður hjá Man. City og ætli sér að vera hjá félaginu næstu árin.

Hann hefur verið þráfaldlega orðaður við Barcelona síðustu mánuði og jafnvel talið að hann myndi ganga í raðir félagsins í janúar.

„Ég er mjög hamingjusamur hjá City og ætla að vera hér í langan tíma. Ég er bara að hugsa um City. Það munu alltaf vera einhverjar sögusagnir en ég og fjölskylda mín erum hamingjusöm hérna," sagði Robinho.

„Ég held ég verði hérna í fimm til tíu ár. Ég veit það ekki nákvæmlega en ég elska að búa hérna og elska stuðningsmennina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×