Enski boltinn

Donovan hugsanlega til Everton í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það virðist vera í tísku hjá LA Galaxy að lána leikmenn því nú er búist við því að Landon Donovan verði lánaður til Everton í janúar. Hann myndi þar með fylgja í fótspor félaga síns, David Beckham, sem fer til AC Milan um áramótin.

Hinn 27 ára gamli Donovan er goðsögn í Bandaríkjunum en hann hefur skorað 42 mörk fyrir bandaríska landsliðið.

Everton mun ekki hafa mikið fé á milli handanna og því þarf stjórinn, David Moyes, að vera klókur á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×