Fleiri fréttir

Gerrard skoraði 500. Evrópumark Liverpool

Liverpool náði þeim merkilega áfanga í gær að skora sitt 500. mark í Evrópukeppnum en Steven Gerrard skoraði markið umrædda í 2-0 sigri liðsins á Inter.

Celtic hefur yfir gegn Barcelona

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glasgow Celtic hefur yfir 2-1 á heimavelli gegn Barcelona í hörkuleik þar sem heimamenn hafa skorað úr báðum færum sínum í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona.

Liverpool í vænlegri stöðu

Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Gerrard: Materazzi átti skilið að fá rautt

Rafa Benitez létti af sér nokkra pressu í kvöld þegar lið hans Liverpool vann 2-0 sigur á Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benitez er þó með báða fætur á jörðinni og segir mikið eftir í einvíginu.

Stuðningsmaður stunginn í Róm

Ungur stuðningsmaður Real Madrid liggur nú á sjúkrahúsi í Róm eftir að hafa verið stunginn. Þetta kemur fram á ítölskum fréttamiðlum í kvöld. Maðurinn ungi var fluttur á sjúkrahús en engar frekari fregnir hafa borist af líðan hans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur til átaka í Róm í tengslum við knattspyrnuleiki í borginni.

Framtíð Delle Alpi ræðst í vor

Forráðamenn Juventus hafa gefið það út að niðurstöðu sé að vænta í vallarmálum liðsins í apríl í vor. Þar verður ákveðið hvort gamli Stadio delle Alpi verður endurbyggður eða hvort félagið reisir nýjan leikvang á sama svæði í Tórínó.

Ég er ekki bara Kani með peninga

Kanadíski körfuboltamaðurinn Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur ítrekað að hann hafi mikinn áhuga á að leggja sitt af mörkum hjá uppáhaldsliði sínu Tottenham í ensku úrvalsdeildini. Hann segist þó ekki hafa tíma til þess í augnablikinu.

Hitzfeld tekur við Svisslendingum

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, mun taka við þjálfun svissneska landsliðsins í knattspyrnu eftir Evrópumótið í sumar. Hitzfeld hefur þegar tilkynnt að hann muni hætta hjá Bayern í sumar og Jakob Kuhn hefur á sama hátt tilkynnt að hann muni hætta með landslið Sviss eftir EM í sumar. Hitzfelt hefur skrifað undir tveggja ára samning við Svisslendinga.

Keegan ætlar að koma á óvart

Kevin Keegan er bjartsýnn á að geta unnið sinn fyrsta leik með Newcastle þegar hans menn taka á móti Manchester United á laugardaginn. Keegan hefur náð ágætum árangri í viðureignum sínum við Sir Alex Ferguson á ferlinum.

Útrásin enn möguleg

Richard Scudamore, framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að hugmyndir deildarinnar um að bæta við einni umferð við tímabilið gæti enn orðið að veruleika þrátt fyrir að henni hefur ekki verið vel tekið.

Coleman tekur við Coventry

Chris Coleman hefur verið ráðinn næsti knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Coventry en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning.

Spænska ríkisstjórnin óttast ekki Blatter

Íþróttamálaráðherra Spánar, Jaime Lissavetzky, sagðist þess fullviss um að Spánn fengi að spila á EM 2008 þrátt fyrir hótanir Sepp Blatter, forseta FIFA.

Sverrir til Sundsvall

Nú hefur loksins verið gengið frá félagaskiptum Sverris Garðarssonar til sænska úrvalsdeildarfélagsins GIF Sundsvall.

Benitez algjörlega trúr starfi sínu

Rafa Benitez segist enn vera 100 prósent trúr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool þrátt fyrir slakt gengi undanfarnar vikur.

Roman hefur róast mikið

Brasilíski varnarmaðurinn Alex hjá Chelsea segir að eigandinn Roman Abramovich haldi sig mun meira til hlés nú en hann gerði á síðustu dögum Jose Mourinho.

Capello hefur áhyggjur af markinu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af markmannsstöðunni í landsliðinu í framtíðinni.

Gallas sleppur við refsingu

William Gallas, fyrirliði Arsenal, þarf ekki að taka út refsingu vegna viðskipta sinna við Nani hjá Manchester United í bikarleik liðanna um helgina. Gallas virtist hafa sparkað til Nani í 4-0 tapinu á Old Trafford á sunnudaginn.

Whelan lætur Benitez heyra það

Gamla Liverpool hetjan Ronnie Whelan segir að stuðningsmenn Liverpool ættu að hætta að skammast út í eigendur félagsins og einbeita sér frekar að því að gagnrýna knattspyrnustjórann.

Wenger: Milan er sigurstranglegra

Arsene Wenger viðurkennir að Evrópumeistarar AC Milan verði að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni við sína menn í Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram á Emirates í London á miðvikudagskvöldið.

Tileinkaði konunni 1000. leikinn

Goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan spilaði sinn 1000. leik fyrir félagið um helgina þegar Milan gerði markalaust jafntefli við Parma í A deildinni. Hann tileinkaði konu sinni þennan merka áfangaleik.

Ferreira framlengir við Chelsea

Portúgalski bakvörðurinn Paulo Ferreira hefur framlengt samning sinn við Chelsea um fimm ár eða til ársins 2013. Hann gekk í raðir Lundúnaliðsins frá Porto árið 2004. Ferreira er 29 ára gamall og virðist ætla að ljúka ferlinum með Chelsea.

Eiður orðaður við PSG

Eiður Smári Guðjohnsen var í dag orðaður við Paris St. Germain í frönskum fjölmiðlum, þá sem eftirmaður Portúgalans Pauleta.

Spánn gæti verið útilokað frá EM 2008

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), segir að til greina komi að banna spænsk landslið og félagslið frá öllum alþjólegum keppnum.

Manchester United mætir Portsmouth

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar en helst bar að Manchester United tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Coleman að taka við Coventry

Búist er við því að Chris Coleman verði kynntur á næsta sólarhringi sem nýr knattspyrnustjóri Coventry.

Dregið í bikarkeppninni í dag

Dregið verður í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar í dag en níu lið eru enn í pottinum, þar af fjögur úrvalsdeildarlið.

Carragher: Eitthvað meira en lægð

Jamie Carragher segir að Liverpool sé að ganga í gegnum eitthvað meira en bara lægð en liðinu hefur gengið illa í deildinni og var slegið úr bikarkeppninni um helgina af B-deildarliði Barnsley.

Luca Toni skaut Bayern aftur í þriggja stiga forskot

Ítalski sóknarmaðurinn Luca Toni skoraði öll þrjú mörk þýska liðsins Bayern München þegar liðið vann Hannover 3-0 í dag. Bayern komst með sigrinum aftur í þriggja stiga forystu á Werder Bremen.

Portsmouth heppið gegn Preston

Það var ótrúleg dramatík í bikarleik Preston og Portsmouth. Portsmouth vann leikinn 1-0 en sigurmarkið var sjálfsmark sem kom með síðustu spyrnu leiksins.

Darren Fletcher vonast eftir fleiri tækifærum

Darren Fletcher fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Manchester United í gær. Hann greip svo sannarlega gæsina og átti stórleik þegar United tók Arsenal í kennslustund 4-0.

Crespo ósáttur hjá Inter

Inter er að stinga af á Ítalíu en það eru þó ekki allir í herbúðum liðsins ánægðir. Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo vill komast burtu frá félaginu og hefur gagnrýnt þjálfarann Roberto Mancini.

Middlesbrough þarf að mæta Sheff Utd að nýju

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Sheffield United og Middlesbrough í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á Riverside vellinum um miðja næstu viku.

Tommy Smith gagnrýnir Benítez

Tommy Smith, fyrrum varnarmaður Liverpool, gagnrýnir Rafael Benítez harðlega eftir að liðið tapaði fyrir Barnsley í ensku bikarkeppninni. Barnsley skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og er Liverpool nú aðeins í baráttu um Meistaradeildartitilinn.

Benzema myndi hafna United

Karim Benzema segir að hann myndi neita sölu til Manchester United næsta sumar þar sem hann vill vinna Meistaradeild Evrópu með Lyon.

Wenger neitar Barcelona sögunum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, neitar þeim sögusögnum að hann gæti tekið við Barcelona eftir leiktímabilið. Börsungar munu að öllum líkindum láta Frank Rijkaard fara í sumar og voru fréttir um að Wenger væri líklegastur til að taka við.

Grant sannfærður um að Lampard verði áfram

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, er sannfærður um að Frank Lampard muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Lampard er 29 ára og braut hundrað marka múr sinn fyrir Chelsea í gær.

Börsungar söxuðu á forskot Real

Barcelona vann mikilvægan 2-1 sigur á Real Zaragoza í gær. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekk Börsunga.

Ellefu stiga forskot Inter

Inter er svo sannarlega búið að stinga af í ítölsku deildinni. Liðið vann Livorno 2-0 í gær en um kvöldið vann Juventus síðan Roma 1-0 í stórleik helgarinnar á Ítalíu.

Tveir bikarleikir í dag

Í dag verða tveir leikir í ensku bikarkeppninni og báðir verða þeir í beinni útsendingu á Sýn. Í báðum tilfellum eru það lið úr neðri hluta 1. deildarinnar sem taka á móti úrvalsdeildarliðum.

Celtic minnkar forskot Rangers

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Hearts sem tapaði fyrir Glasgow Celtic í skosku deildinni í dag. Celtic vann 3-0 sigur og minnkaði forskot Rangers í eitt stig en Rangers á leik til góða.

Alvöru bikarævintýri Barnsley

Simon Davey, knattspyrnustjóri Barnsley, var í skýjunum eftir magnaðan sigur liðsins gegn Liverpool í enska bikarnum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir