Fótbolti

Hitzfeld tekur við Svisslendingum

Nordic Photos / Getty Images
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, mun taka við þjálfun svissneska landsliðsins í knattspyrnu eftir Evrópumótið í sumar. Hitzfeld hefur þegar tilkynnt að hann muni hætta hjá Bayern í sumar og Jakob Kuhn hefur á sama hátt tilkynnt að hann muni hætta með landslið Sviss eftir EM í sumar. Hitzfelt hefur skrifað undir tveggja ára samning við Svisslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×