Fótbolti

Celtic minnkar forskot Rangers

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jan Venegoor of Hesselink.
Jan Venegoor of Hesselink.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Hearts sem tapaði fyrir Glasgow Celtic í skosku deildinni í dag. Celtic vann 3-0 sigur og minnkaði forskot Rangers í eitt stig en Rangers á leik til góða.

Jan Venegoor of Hesselink, Scott McDonald og Andreas Hinkel skoruðu mörkin. Eins og oft áður skera þessi tvö Glasgow lið sig úr í skosku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×