Enski boltinn

Manchester United mætir Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann og félagar fagna sigurmarkinu gegn Preston um helgina.
Hermann og félagar fagna sigurmarkinu gegn Preston um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar en helst bar að Manchester United tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Bikarmeistarar Chelsea mæta Barnsley á útivelli en síðarnefnda liðið lagði Liverpool nú í 5. umferð bikarkeppninnar um helgina.

Það er ljóst að minnst eitt B-deildarlið kemst í undanúrslit og ef Sheffield United vinnur Middlesbrough komast tvö lið úr B-deildinni áfram. Þessi tvö lið gerðu jafntefli um helgina og þurfa að mætast á nýjan leik.

Leikirnir fara fram helgina 8.-9. mars.

Leikirnir:

Sheffield United eða Middlesbrough - Cardiff City

Manchester United - Portsmouth

Bristol Rovers - West Brom

Barnsley - Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×