Enski boltinn

Keegan ætlar að koma á óvart

Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan er bjartsýnn á að geta unnið sinn fyrsta leik með Newcastle þegar hans menn taka á móti Manchester United á laugardaginn. Keegan hefur náð ágætum árangri í viðureignum sínum við Sir Alex Ferguson á ferlinum.

Síðast þegar Keegan mætti Manchester United á St. James´ Park vann hann til að mynda frægan 5-0 sigur og þegar hann var með Manchester City náði hann að vinna 3-1 og 4-1 sigra á grönnunum í United.

"Ég veit ekki hver töfræðin er í leikjum mínum við Sir Alex en ég held að hún sé ekki jafn léleg og hjá mörgum stjórum. Hún er sannarlega ekki mikið verri. United er á mikilli rispu og við ekki - þannig að við verðum að sjá hvort við náum að koma aðeins á óvart," sagði Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×