Enski boltinn

Gallas sleppur við refsingu

Gallas og Nani áttust við um helgina
Gallas og Nani áttust við um helgina Nordic Photos / Getty Images

William Gallas, fyrirliði Arsenal, þarf ekki að taka út refsingu vegna viðskipta sinna við Nani hjá Manchester United í bikarleik liðanna um helgina. Gallas virtist hafa sparkað til Nani í 4-0 tapinu á Old Trafford á sunnudaginn.

Sir Alex Ferguson sagði að Gallas hefði átt að fá rautt spjald fyrir en eftir að hafa farið yfir myndbandsupptökur af atvikinu ákvað aganefndin að aðhafast ekki frekar í máli þessu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×