Enski boltinn

Coleman tekur við Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Coleman, knattspyrnustjóri Coventry.
Chris Coleman, knattspyrnustjóri Coventry. Nordic Photos / Getty Images
Chris Coleman hefur verið ráðinn næsti knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Coventry en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning.

Coleman hætti hjá spænska félaginu Real Sociedad í síðasta mánuði eftir að ný stjórn tók við því. Hann var áður knattspyrnustjóri Fulham.

Coventry rak Iain Dowie í síðustu viku en félaginu hefur gengið illa á leiktíðinni og eru í 20. sæti deildarinnar. Liðið féll svo úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 5-0 tap fyrir West Brom.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×