Enski boltinn

Man Utd hefur mætt ellefu úrvalsdeildarfélögum í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Manchester United fögnuðu sætum sigri á Arsenal um helgina.
Leikmenn Manchester United fögnuðu sætum sigri á Arsenal um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United og Portsmouth drógust saman í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar í morgun þrátt fyrir að helmingi meiri líkur væru á því að United fengi lið úr ensku B-deildinni.

United gat aðeins dregist gegn tveimur úrvalsdeildarfélögum en fjórum B-deildarliðum auk þess sem úrvalsdeildarliðið Middlesbrough og B-deildarliðið Sheffield United eiga eftir að mætast á nýjan leik um síðasta lausa sætið í fjórðungsúrslitunum.

Staðreyndin er hins vegar sú að United hefur mætt ellefu úrvalsdeildarliðum í röð í ensku bikarkeppninni og líkurnar á því að það gerðist eru afar litlar.

United-menn geta þó fagnað því að liðið fékk heimaleik gegn Portsmouth og ef að þeir komast áfram verða andstæðingarnir í undanúrslitum og jafnvel úrslitunum sjálfum þeim mun léttari.

Það er að segja nema ef að Chelsea komist áfram í undanúrslit og dragist gegn United þá.

Ellefu úrvalsdeildarlið í röð:



2007-8:


Portsmouth (h)

Arsenal (h) 4-0

Tottenham (h) 3-1

Aston Villa (ú) 2-0

2006-7:

Chelsea 0-1

Watford (ú) 1-4

Middlesbrough (h) 1-0, (ú) 2-2

Reading (ú) 2-3, (h) 1-1

Portsmouth (h) 2-1

Aston Villa (h) 2-1

2005-6:

Liverpool (ú) 0-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×