Fleiri fréttir

Wise verður undir minni stjórn

Kevin Keegan segir að nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle verði undir sinni stjórn. Dennis Wise hefur verið ráðinn sem fulltrúi knattspyrnusjónarmiða í stjórn Newcastle, en Keegan hefur minnt á að það sé hann sem ráði ferðinni.

Svekktur að ná ekki í Eið Smára

Í gær var greint frá því að ekkert yrði úr áætlunum Bolton um að krækja í Eið Smára Guðjohnsen á lánssamningi frá Barcelona. Gary Megson knattspyrnustjóri var vonsvikinn að ná ekki í Íslendinginn.

Kaupir Liverpool Mascherano fyrir föstudaginn?

Rafa Benítez, stjóri Liverpool, telur að félagið geti keypt argentínska miðjumanninn Javier Mascherano fyrir lokun félagaskiptagugglans. Glugginn lokar á miðnætti á fimmtudagskvöld.

Grétar og Heiðar spiluðu í jafnteflisleik

Leikjunum þremur í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 20 er lokið. Sunderland og Middlesbrough kræktu í mikilvæg stig í botnbaráttunni. Grétar Rafn og Heiðar léku fyrir Bolton sem gerði jafntefli gegn Fulham.

Arsenal vann aftur 3-0

Arsenal vann Newcastle örugglega 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin mættust í FA bikarnum á sama velli um helgina og þá urðu úrslitin á sama veg.

Alves nálgast Middlesbrough

Allt bendir til þess að brasilíski sóknarmaðurinn Afonso Alves verði bráðlega orðinn leikmaður Middlesbrough. Búið er að ná samkomulagi við félagslið hans, Heerenveen í Hollandi.

Celtic styrkir sig

Skoska liðið Glasgow Celtic fékk í dag til sín tvo leikmenn. Japanski miðjumaðurinn Koki Mizuno skrifaði undir þriggja ára samning og þá kemur Georgios Samaras á lánssamningi frá Manchester City.

Nígería áfram á markatölu

Nígería fylgir Fílabeinsströndinni upp úr B-riðli Afríkukeppninnar. Lokaumferð riðilsins var í kvöld og komust Nígeríumenn áfram á betri markatölu en Malí.

Sunderland lánar Cole til Burnley

Sóknarmaðurinn Andy Cole er kominn til Burnley á lánssamningi frá Sunderland. Burnley er í sjöunda sæti ensku 1. deildarinnar en Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með liðinu.

McAllister ráðinn stjóri Leeds

Leeds hefur gengið frá ráðningu Gary McAllister og er hann orðinn knattspyrnustjóri liðsins. Tekur hann við af Dennis Wise sem sagði upp til að hefja störf hjá Newcastle United.

Arnór útilokar að Eiður fari

Ekki er möguleiki á því að Eiður Smári Guðjohnsen fari á lánssamningi til Bolton. Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir hans og umboðsmaður, í samtali við BBC.

Grant er hættur að eyða

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist ekki ætla að kaupa fleiri leikmenn í janúarglugganum. Hann hefur þegar fengið til sín þrjá leikmenn sem kostað hafa í kring um 27 milljónir punda.

Hutton á leið til Tottenham

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Tottenham kaupi þriðja varnarmanninn í janúarglugganum. Walter Smith, stjóri Rangers í Skotlandi, segir að bakvörð félagsins Alan Hutton hafi ákveðið að semja við Lundúnaliðið.

Sissoko til Juventus

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur skrifað undir samning við ítalska knattspyrnufélagið Juventus. Kaupverðið er 8,2 milljónir punda ef marka má frétt Sky.

Ronaldo á von á vænum bónus

Cristiano Ronaldo mun fá stóran bónus ef hann heldur áfram að skora grimmt fyrir Manchester United. Hann hefur þegar skorað 25 mörk í 27 leikjum fyrir United á leiktíðinni og stefnir hærra.

Mourinho orðaður við Valencia

Breska blaðið Sun fullyrðir að Jose Mourinho sé við það að taka við liði Valencia á Spáni. Spænska stórliðið er í krísu þessa dagana og er aðeins fimm stigum frá fallsæti í úrvalsdeildinni.

Barton í hóp Newcastle í kvöld

Tukthúslimurinn Joey Barton hjá Newcastle hefur fengið grænt ljós á að spila með liðinu á ný eftir að tryggingu hans var breytt. Barton var stungið í fangelsi í síðasta mánuði í tengslum við líkamsárás og hefur ekki spilað með liði sínu síðan á Þorláksmessu.

Grétar byrjar en Heiðar er á bekknum

Fjórir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og fara þeir senn að hefjast. Íslendingaliðið Bolton tekur á móti Fulham og er Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton.

Mcallister að taka við Leeds?

Skotinn Gary McAllister hefur nú verið orðaður sterklega við stjórastólinn hjá Leeds United eftir að Dennis Wise fór til Newcastle. McAllister spilaði yfir 300 leiki fyrir Leeds á tíunda áratugnum og varð Englandsmeistari með liðinu árið 1992.

Sigurmark Leicester kom í lokin

Barry Hayles tryggði Leicester mikilvægan sigur á Crystal Palace í ensku 1. deildinni í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 og kom eina markið undir lok leiksins.

Downing vill burt frá Boro

Talsmaður enska vængmannsins Stewart Downing segir að leikmaðurinn hafi engan áhuga á að ræða nýjan samning við Middlesbrough. Hann hefur þegar neitað nýjum samningi frá félaginu.

Nevland á leið til Fulham

Fulham er að fá norska sóknarmanninn Erik Nevland frá Gröningen í Hollandi. Kaupverðið er um tvær milljónir punda.

Gana og Gínea áfram

Í þessari viku eru lokaumferðirnar í riðlakeppni Afríkukeppninni leiknar. Í kvöld var lokaumferðin í A-riðlinum og komust heimamenn í Gana áfram með fullt hús. Gínea fylgir þeim í átta liða úrslitin.

Woodgate fer til Tottenham

Tottenham hefur unnið kapphlaupið um enska varnarmanninn Jonathan Woodgate frá Middlesbrough. Þrjú úrvalsdeildarlið voru á eftir þessum 28 ára leikmanni.

Mínútu þögn fyrir England - Sviss

Mínútu þögn verður fyrir landsleik Englands gegn Sviss þann 6. febrúar. Þá verða 50 ár liðin frá flugslysinu í München þar sem átta leikmenn Manchester United týndu lífi.

Zambrotta ætlar að enda ferilinn á Ítalíu

Gianluca Zambrotta hefur verið talsvert orðaður við AC Milan. Þessi þrítugi leikmaður er hjá Barcelona en fer ekki leynt með að hann ætlar að enda feril sinn í ítölsku deildinni.

Bolton vill Eið Smára

Bolton hefur áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen aftur til liðsins. Þetta hefur Gary Megson, stjóri Bolton, staðfest. Megson telur þó ekki miklar líkur á að fá Eið.

Villa samþykkir tilboð Bolton í Cahill

Aston Villa hefur samþykkt kauptilboð Bolton í varnarmanninn Gary Cahill sem sagt er vera á bilinu 4,5 til 5 milljónir punda. Villa hafði áður neitað 4 milljóna punda tilboði í hinn 22 ára gamla varnarmann, sem hefur reyndar ekki spilað fyrir Villa síðan í sumar. Hann á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga.

Wise á leið til Newcastle

Forráðamenn Leeds hafa staðfest að knattspyrnustjórinn Dennis Wise hafi verið látinn laus frá félaginu til að ganga í starfslið Kevin Keegan hjá Newcastle í úrvalsdeildinni.

Reading kaupir vængmann

Íslendingalið Reading hefur nú fengið liðsstyrk í ensku úrvalsdeildinni en í dag gekk það frá kaupum á Malí-manninum Jimmy Kebe. Kaupverðið er ekki gefið upp en Kebe þessi er vængmaður og spilaði með Lens í Frakklandi. Hann hefur lengi verið eftirsóttur af forráðamönnum Reading.

Wenger: Erum ekki að bjóða í Woodgate

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir ekkert til í fréttum morgunsins sem sögðu Arsenal vera þriðja félagið á höttunum eftir varnarmanninum Jonathan Woodgate.

Man Utd og Arsenal mætast í enska bikarnum

Nú rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu. Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Manchester United og Arsenal á Old Trafford.

Mellberg fer til Juventus í sumar

Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg hjá Aston Villa hefur samþykkt að ganga í raðir Juventus í sumar þegar samningur hans við enska félagið rennur út. Mellberg mun gera þriggja ára samning við ítalska félagið, en hinn 30 varnarmaður gekk í raðir Villa frá Santander árið 2001 fyrir 5 milljónir punda.

Baxter tekur við finnska landsliðinu

Breski þjálfarinn Stuart Baxter hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna í knattspyrnu. Baxter þjálfaði síðast lið Ólafs Inga Skúlasonar, Helsingborg í Svíþjóð. Hann hætti óvænt hjá liðinu í desember eftir að hafa komið því í 32 liða úrslit Uefa keppninnar.

Boro er að landa Alves

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough er sagt muni landa brasilíska framherjanum Alfonso Alves frá Heerenveen í Hollandi á næsta sólarhring, en aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í samningum milli félaganna. Þá hefur Boro gefið það út að vængmaðurinn Stewart Downing verði ekki seldur í janúar.

Arsenal að bjóða í Woodgate?

Breskir fréttamiðlar greina frá því í morgun að þriðja félagið sé komið inn í kapphlaupið um miðvörðinn Jonathan Woodgate hjá Middlesbrough. Talið var að Tottenham væri við það að ganga frá um 7 milljón punda kaupum á varnarmanninum, en nú er sagt að Arsenal hafi lagt fram tilboð á síðustu stundu sem Boro sé þegar búið að samþykkja.

Ömurleg helgi hjá City

Leikmenn Manchester City vilja eflaust gleyma helginni sem leið sem fyrst. Á meðan liðið var að falla úr keppni í bikarnum með 2-1 tapi fyrir B-deildarliði Sheffield United, létu þjófar greipar sópa um búningsherbergi liðsins og stálu þaðan í kring um 200 þúsund krónum úr veskjum leikmanna. Málið er í rannsókn.

Derby komið í eigu Bandaríkjamanna

Enska úrvalsdeildarfélagið Derby er nú komið í eigu bandarískra fjárfesta, General Sports and Entertainment. Hópurinn mun ekki taka á sig skuldir félagsins, en Bandaríkjamennirnir hafa verið í nokkra mánuði að skoða klúbbinn.

Baros aftur til Englands

Portsmouth gekk í dag frá lánssamningi við Lyon þess efnis að tékkneski sóknarmaðurinn Milan Baros myndi leika með Portsmouth út leiktíðina.

Sjá næstu 50 fréttir