Enski boltinn

Villa samþykkir tilboð Bolton í Cahill

Nordic Photos / Getty Images
Aston Villa hefur samþykkt kauptilboð Bolton í varnarmanninn Gary Cahill sem sagt er vera á bilinu 4,5 til 5 milljónir punda. Villa hafði áður neitað 4 milljóna punda tilboði í hinn 22 ára gamla varnarmann, sem hefur reyndar ekki spilað fyrir Villa síðan í sumar. Hann á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×