Enski boltinn

Arsenal vann aftur 3-0

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adebayor skorar fyrsta markið.
Adebayor skorar fyrsta markið.

Arsenal vann Newcastle örugglega 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin mættust í FA bikarnum á sama velli um helgina og þá urðu úrslitin á sama veg.

Mathieu Flamini lagði upp eina markið í fyrri hálfleik sem Emmanuel Adebayor skoraði. Flamini skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik en það mark var hreint stórglæsilegt. Cesc Fabregas innsiglaði síðan 3-0 sigur Arsenal eftir sendingu Nicklas Bendtner.

Kevin Keegan hefur stýrt Newcastle í þremur leikjum en liðinu hefur enn ekki tekist að skora undir hans stjórn. Arsenal er einfaldlega of stór biti fyrir Newcastle í dag.

Tukthúslimurinn Joey Barton var í leikmannahópi Newcastle í kvöld og kom inn sem varamaður í seinni hálfleik.

Arsenal er í efsta sæti deildarinnar, hefur þremur stigum meira en Manchester United sem leikur gegn Portsmouth á morgun. Chelsea sem er í þriðja sæti leikur gegn Reading á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×