Enski boltinn

Downing vill burt frá Boro

Elvar Geir Magnússon skrifar
Downing vill ekki skrifa undir nýjan samning við Middlesbrough.
Downing vill ekki skrifa undir nýjan samning við Middlesbrough.

Talsmaður enska vængmannsins Stewart Downing segir að leikmaðurinn hafi engan áhuga á að ræða nýjan samning við Middlesbrough. Hann hefur þegar neitað nýjum samningi frá félaginu.

Downing var orðaður við Tottenham fyrr í þessum mánuði en félögin tvö náðu ekki samkomulagi um kaupveð. Stjórn Middlesbrough segir að hinn 23 ára Downing verði áfram hjá félaginu.

„Stewart hefur komið sínum vilja á framfæri til stjórnar og knattspyrnustjóra. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og ef hann þarf að vera hjá félaginu út þann tíma verður svo að vera," sagði talsmaðurinn. „Það er allavega ljóst að nýr samningur verður ekki undirritaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×