Fótbolti

Gana og Gínea áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Essien skoraði og lagði upp.
Essien skoraði og lagði upp.

Í þessari viku eru lokaumferðirnar í riðlakeppni Afríkukeppninni leiknar. Í kvöld var lokaumferðin í A-riðlinum og komust heimamenn í Gana áfram með fullt hús. Gínea fylgir þeim í átta liða úrslitin.

Gana nægði jafntefli gegn Marokkó til að tryggja sér áfram en gerði gott betur en það og vann 2-0. Michael Essien, leikmaður Chelsea, skoraði fyrra markið og lagði það síðara upp fyrir Sullay Muntari.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Í hinum leik A-riðils gerðu Gínea og Namibía jafntefli 1-1 en það nægði Gínea til að komast áfram. Tvö lið úr hverjum riðli komast áfram.

Á morgun verður lokaumferð B-riðils en þess má geta að keppnin er sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Eurosport.

Lokastaða A-riðils:

1. Gana - 9 stig

2. Gínea - 4 stig

3. Marokkó - 3 stig

4. Namibía - 1 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×