Enski boltinn

Hann er heitari en fyrrverandi kærastan mín

Fernando Torres þykir slá konum við í kynþokka
Fernando Torres þykir slá konum við í kynþokka Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnumenn eru gjarnan áberandi þegar kosið er um kynþokkafyllstu karlmennina og í Daily Mail í dag er talað um eina slíka kosningu.

Þar var það spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool sem þótti kynþokkafyllsti knattspyrnumaðurinn og fékk 35% atkvæða. Einn karlmaðurinn sem gaf honum atkvæði sitt rökstuddi val sitt svona;

"Hann er kynþokkafyllri en fyrrum kærastan mín."

Hér má sjá lista efstu manna í kjörinu á kynþokkafyllsta knattspyrnumanninum:

1. Fernando Torres - Liverpool

2. Jermaine Jenas - Tottenham

3. Roque Santa Cruz - Blackburn

4. David James - Portsmouth

5. Theo Walcott - Arsenal

6. Nani - Man Utd

7. Ricardo Carvalho - Chelsea

8. Shaun Wright Phillips - Chelsea

9. Kaka - AC Milan

10. Jeremy Aliadiere - Middlesbrough




Fleiri fréttir

Sjá meira


×