Fótbolti

Celtic styrkir sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sóknarmaðurinn Georgios Samaras er kominn til Skotlands.
Sóknarmaðurinn Georgios Samaras er kominn til Skotlands.

Skoska liðið Glasgow Celtic fékk í dag til sín tvo leikmenn. Japanski miðjumaðurinn Koki Mizuno skrifaði undir þriggja ára samning og þá kemur Georgios Samaras á lánssamningi frá Manchester City.

Mizuno lék með JEF United í japönsku deildinni. Hann er 22 ára og hittir hjá Celtic landa sinn Shunsuke Nakamura. Samaras er einnig 22 ára en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá City. Celtic mun fá forkaupsrétt á þessum gríska leikmanni.

Celtic er sem stendur í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Rangers.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×