Enski boltinn

Arsenal að bjóða í Woodgate?

Nordic Photos / Getty Images
Breskir fréttamiðlar greina frá því í morgun að þriðja félagið sé komið inn í kapphlaupið um miðvörðinn Jonathan Woodgate hjá Middlesbrough. Talið var að Tottenham væri við það að ganga frá um 7 milljón punda kaupum á varnarmanninum, en nú er sagt að Arsenal hafi lagt fram tilboð á síðustu stundu sem Boro sé þegar búið að samþykkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×