Enski boltinn

Nevland á leið til Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fulham er að fá norska sóknarmanninn Erik Nevland frá Gröningen í Hollandi. Kaupverðið er um tvær milljónir punda.

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, þekkir Nevland vel en leikmaðurinn var undir hans stjórn hjá norska liðinu Viking á sínum tíma.

Nevland er þrítugur og var á sínum tíma á mála hjá Manchester United. Hann hefur skorað 43 mörk í 92 byrjunarliðsleikjum hjá Gröningen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×