Enski boltinn

Bolton vill Eið Smára

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári ásamt Ronaldinho.
Eiður Smári ásamt Ronaldinho. Nordic Photos/Getty Images

Bolton hefur áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen aftur til liðsins. Þetta hefur Gary Megson, stjóri Bolton, staðfest. Megson telur þó ekki miklar líkur á að fá Eið.

„Hann er einmitt sú gerð af leikmanni sem ég vil fá í mitt lið. Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Það sakar allavega ekki að reyna, við töpum ekkert á því," sagði Megson.

Eiður lék með Bolton á sínum tíma en gekk til liðs við Chelsea árið 2000. Hann er nú í herbúðum Barcelona eins og allir vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×