Enski boltinn

McAllister ráðinn stjóri Leeds

Elvar Geir Magnússon skrifar
McAllister mun hafa minni tíma fyrir golfiðkun.
McAllister mun hafa minni tíma fyrir golfiðkun.

Leeds hefur gengið frá ráðningu Gary McAllister og er hann orðinn knattspyrnustjóri liðsins. Tekur hann við af Dennis Wise sem sagði upp til að hefja störf hjá Newcastle United.

McAllister skrifaði undir samning út tímabilið til að byrja með en Leeds er í fimmta sæti ensku 2. deildarinnar og í baráttu um að komast upp.

McAllister er 43 ára en hann lék með Leeds á sínum tíma. Hann lék einnig með Leicester, Liverpool og Coventry á ferli sínum. Hann var orðaður við skoska landsliðsþjálfarastarfið í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×