Enski boltinn

Svekktur að ná ekki í Eið Smára

Eiður vill vera áfram á Spáni
Eiður vill vera áfram á Spáni AFP

Í gær var greint frá því að ekkert yrði úr áætlunum Bolton um að krækja í Eið Smára Guðjohnsen á lánssamningi frá Barcelona. Gary Megson knattspyrnustjóri var vonsvikinn að ná ekki í Íslendinginn.

"Við þurfum gæðaleikmann í stað Nicolas Anelka og Eiður Smári hefði sannarlega staðið undir því. Því miður er hann hjá risastóru félagi og vill vera þar áfram. Kannski vill hann koma til okkar í sumar í staðinn. Ég yrði vonsvikinn ef okkur tækist ekki að næla í framherja í janúar en ég hef þó ekki áhyggjur," sagði Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×