Enski boltinn

Wise ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle

Dennis Wise
Dennis Wise Nordic Photos / Getty Images

Newcastle hefur staðfest að Dennis Wise muni gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. Hlutverk Wise hjá Newcastle kemur knattspyrnustjóranum Kevin Keegan nokkuð á óvart.

Wise hefur eðli málsins samkvæmt mikið að segja um leikmannakaup hjá félaginu, en auk hans hefur félagið ráðið Tony Jimenez varaforseta og Jeff Vetere hefur verið ráðinn tæknistjóri.

Kevin Keegan lýsti því yfir í viðtali í morgun að þessar ráðstafanir kæmu sér mjög á óvart og ekkert hefði verið minnst á það þegar hann tók við starfinu á dögunum.

Chris Mort, stjórnarformaður Newcastle, segir hinsvegar að Keegan hafi vel vitað af fyrirætlunum félagsins.

"Þessar ráðningar eru allar hluti af því ferli sem við kynntum fyrir Keegan þegar hann ákvað að koma aftur hingað. Dennis vildi komast út úr þessu daglega knattspyrnuamstri og á skrifstofuna og við teljum að þar muni kraftur hans og útsjónasemi nýtast vel," sagði Mort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×