Enski boltinn

Barton í hóp Newcastle í kvöld

Keegan segir að við munum sjá nýjan Joey Barton í framtíðinni...
Keegan segir að við munum sjá nýjan Joey Barton í framtíðinni... Nordic Photos / Getty Images

Tukthúslimurinn Joey Barton hjá Newcastle hefur fengið grænt ljós á að spila með liðinu á ný eftir að tryggingu hans var breytt. Barton var stungið í fangelsi í síðasta mánuði í tengslum við líkamsárás og hefur ekki spilað með liði sínu síðan á Þorláksmessu.

Barton hefur fengið að æfa með Newcastle síðan 15. janúar með því að fljúga á æfingar frá Hampshire en hefur nú fengið að flytja aftur til Newcastle.

Hann er í leikmannahópi Kevin Keegan fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld. "Almenn skynsemi hefur náð fram að ganga og ég var ekki í vafa um að kippa honum inn í liðið, sérstaklega í ljósi þess hve fáir menn eru klárir hjá okkur í augnablikinu," sagði Keegan.

"Ég held að við munum sjá nýjan Joey Barton þegar allt þetta er afstaðið. Stundum þurfa menn að reka sig á til að sjá hvað þeir hafa og hvað þeir geta misst. Ég hef hjálpað Joey og sagt honum að hann njóti 100% stuðnings frá mér frá fyrsta degi," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×