Fótbolti

Nígería áfram á markatölu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berti Vogts er þjálfari Nígeríu sem komst naumlega áfram.
Berti Vogts er þjálfari Nígeríu sem komst naumlega áfram.

Nígería fylgir Fílabeinsströndinni upp úr B-riðli Afríkukeppninnar. Lokaumferð riðilsins var í kvöld og komust Nígeríumenn áfram á betri markatölu en Malí.

Malí nægði jafntefli gegn Fílabeinsströndinni sem hafði tryggt sér áfram fyrir umferðina. En Fílabeinsströndin vann 3-0 sigur þar sem Didier Drogba, Marc Zorro og Sanogo skoruðu mörkin. Fílabeinsströndin endaði því með fullt hús stiga í riðlinum.

Nígería hafði aðeins eitt stig fyrir leikinn gegn Benín og ollið miklum vonbrigðum. John Obi Mikel kom Nígeríu yfir eftir mistök frá markverði Benín og skoraði hann fyrsta mark þeirra í þessari keppni. Yakubu bætti við marki og Nígería vann 2-0.

Í gær komust Gana og Gínea í átta liða úrslitin en á morgun og fimmtudag kemur í ljós hvaða fjögur önnur lið tryggja sér áfram.

Lokastaða B-riðils:

1. Fílabeinsströndin - 9 stig

2. Nígería - 4 stig (markatala 2:1)

3. Malí - 4 stig (markatala 1:3)

4. Benín - 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×