Enski boltinn

Wenger: Erum ekki að bjóða í Woodgate

Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir ekkert til í fréttum morgunsins sem sögðu Arsenal vera þriðja félagið á höttunum eftir varnarmanninum Jonathan Woodgate.

"Ég veit ekki hvaðan þessi saga kom. Það er ekkert til í þessu. Ég hef aldrei rætt við Boro í sambandi við Jonathan Woodgate," sagði Wenger á heimasíðu Arsenal. 

Woodgate þykir líklegur til að fara frá Middlesbrough á næstu dögum og hafði hann verið orðaður við Newcastle og Tottenham.

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur blásið af væntingar um að landa Woodgate og því er útlit fyrir að hann gangi í raðir Tottenham á næstu dögum.

Talið er að kaupverðið yrði um eða yfir 7 milljónir punda - eða sama verð og Middlesbrough greiddi Real Madrid fyrir þjónustu hans á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×