Enski boltinn

Alves nálgast Middlesbrough

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alves á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Middlesbrough.
Alves á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Middlesbrough.

Allt bendir til þess að brasilíski sóknarmaðurinn Afonso Alves verði bráðlega orðinn leikmaður Middlesbrough. Búið er að ná samkomulagi við félagslið hans, Heerenveen í Hollandi.

Middlesrough er að fara að slá félagsmet með kaupunum en Alves er talinn kosta yfir tólf milljónir punda. Liðinu hefur gengið illa að skora á þessu tímabili en aðeins Derby hefur skorað færri mörk.

Middlesbrough er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×