Enski boltinn

Grétar byrjar en Heiðar er á bekknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar Rafn í sínum fyrsta leik með Bolton.
Grétar Rafn í sínum fyrsta leik með Bolton.

Fjórir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og fara þeir senn að hefjast. Íslendingaliðið Bolton tekur á móti Fulham og er Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton.

Gary Megson, stjóri Bolton, velur sama byrjunarlið og gerði jafntefli við Newcastle fyrir rúmri viku. Grétar leikur í hægri bakverðinum.

Sóknarmaðurinn Heiðar Helguson snýr aftur eftir meiðsli og er á bekknum hjá Bolton. Hann gekk til liðs við Bolton frá Fulham og leikurinn því sérstakur fyrir hann.

Allir leikir kvöldsins eru í beinni útsendingu á Sýn 2 og hliðarrásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×