Fleiri fréttir

Þórir: Ekki hættir í þessari keppni

"Þetta er mun skemmtilegra núna en í síðustu leikjum. Það var allt annar hugur í okkur núna. Við vildum sýna þjóðinni og okkur sjálfum að við værum ekkert hættir í þessari keppni," sagði hornamaðurinn frá Selfossi, Þórir Ólafsson, en hann skoraði fjögur mörk í leiknum gegn Ungverjum í gær.

Ólafur Bjarki og Rúnar: Mjög gaman að skora

Kjúklingarnir í íslenska landsliðshópnum fengu nánast allir að spila í sigrinum glæsilega gegn Ungverjum í gær. Þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason fengu nokkuð að spila og Ólafur Guðmundsson kom inn undir restina. Aðeins Aron Rafn Eðvarðsson fékk ekki tækifærið í dag.

Þeir áttu ekki séns í okkur

"Svona þekkjum við okkur en þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson en varnarleikurinn hrökk loksins almennilega í gang í Ungverjaleiknum í gær.

Strákarnir mættir aftur

Eftir slaka leiki gegn Noregi og Slóveníu sýndu strákarnir okkar sitt rétta andlit í gær er þeir völtuðu yfir sterka Ungverja, 27-21, í fyrsta leik Íslands í milliriðli. Vörnin og markvarslan small loksins og ungu strákarnir sýndu sig og sönnuðu.

Ungverjar teknir í bakaríið | Myndir

Strákarnir okkar sýndu og sönnuðu í dag að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir unnu magnaðan sigur á Ungverjum, 27-21, og eru þar með komnir á blað í sínum milliriðli á EM í Serbíu.

Anton og Hlynur dæma í Belgrad á morgun

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu á morgun dæma viðrureign Póllands og Makedóníu í milliriðli 1 á Evrópumeistaramótinu í handbolta.

Ný læknismeðferð kom Hemma aftur í boltann

Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari sem kom Hermanni Hreiðarssyni aftur á knattspyrnuvöllinn eftir slitna hásin notaðist við nýja meðferð sem hann þróar í mastersverkefni sínu.

Tindastóll og KFÍ áfram í bikarnum

Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar karla í dag og einn í kvennaflokki. Gott gengi Tindastóls hélt áfram en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Njarðvík á heimavelli.

Spánverjar fyrstir til að vinna Króata

Spánn vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Króatíu á EM í handbolta og tók þar með stórt skref í átt að undanúrslitum keppninnar.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102

Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn.

Naumur sigur Frakka á Slóvenum

Frakkland er rétt eins og Ísland komið á blað í milliriðli 2 á EM í Serbíu en liðið vann í dag afar nauman sigur á Slóveníu, 28-26.

Björgvin: Var að losna við stóran bakpoka af áhyggjum og veseni

Það er óhætt að segja að það hafi þungu verið létt af markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni í dag. Hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er EM en sýndi sitt rétta andlit gegn Ungverjum í dag. Frammistaða hans átti stóran þátt í sigrinum góða.

Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn.

Arnór: Erum bestir þegar við erum kolruglaðir

Arnór Atlason fór mikinn í sigrinum gegn Ungverjum í dag en varð að hvíla talsvert í síðari hálfleik eftir að hafa fengið mikinn skell í leiknum. Lenti þá á bakinu með látum eftir að hafa keyrt inn í ungversku vörnina.

Aron: Gaman að sjá litlu strákana koma inn

Aron Pálmarsson var í gríðarlegu stuði eftir sigurinn á Ungverjum í dag og lék á alls oddi undir stúkunni. Aron gekk ekki heill til skógar í dag en náði samt að skila sínu.

Ásgeir Örn: Ákváðum að brosa meira

"Við erum svo miklir pappakassar. Það er alveg með ólíkindum hvað við getum við misjafnir," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson og hló dátt eftir sigurinn á Ungverjum í milliriðlinum í dag.

Redknapp: Balotelli átti að fá rautt spjald

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn Manchester City í dag. Redknapp var brjálaður yfir því að Mario Balotelli hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að sparka í höfuðið á Scott Parker þegar leikmaðurinn lá í grasinu.

Bendtner kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Swansea

Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, mun að öllum líkindum hafa brotið kinnbein í gær þegar lið hans mætti Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland vann leikinn 2-0 en Bendner þurfti að yfirgefa grasið eftir aðeins tíu mínútna leik.

Jafnt hjá AZ Alkmaar og Ajax

Það var sannkallaður stórleikur í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar AZ Alkmaar tók á móti Ajax en þessi lið hafa barist um hollenska meistaratitilinn undanfarinn ár.

Fazekas varði eins og berserkur

Nandor Fazekas, markvörður Ungverja, átti ótrúlegan leik í fyrradag þegar að hans lið gerði sér lítið fyrir og skellti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka.

Hundruð vopnaðra varða fyrir utan Pens Arena

Það er farið að styttast í leik Íslands og Ungverjalands í Novi Sad. Það er fyrsti leikur dagsins af þremur í milliriðlinum og er óhætt að segja að löggæsluaðilar hafi áhyggjur af því að hér gæti soðið upp úr.

Nýtt kynþáttaníðsmál komið upp hjá Chelsea

Enn eitt kynþáttaníðsmálið sem tengist Chelsea hefur komið fram í enskum fjölmiðlum. Í þetta sinn tengist það stuðningsmönnum liðsins sem sungu níðsöngva í lest á leið frá Norwich til Lundúna í gær.

Ferguson: United nálægt því að kaupa Van Persie

Sir Alex Ferguson segir að lykillinn að því að stöðva Arsenal í dag sé að stöðva Robin van Persie. Hann segir að United hafi á sínum tíma verið nálægt því að kaupa Van Persie frá Feyenoord.

NBA í nótt: Miami vinnur enn án Wade

Fjarvera Dwyane Wade virðist engin áhrif hafa á stjörnum prýtt lið Miami sem vann enn einn sigurinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt - í þetta sinn gegn Philadelphia, 113-92.

Guðmundur: Ég iða í skinninu

Guðmundur Guðmundsson segir að íslenska landsliðið muni eins og áður gefa allt sitt í þá leiki sem liðið á eftir á EM í Serbíu.

Guðjón Valur: Nauðsynlegt að hugsa jákvætt

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson leiddi með góðu fordæmi er strákarnir voru komnir til Novi Sad. Gekk um brosandi kátur og reyndi að smita af sér á jákvæðan hátt. Guðjón er hokinn af reynslu og hefur upplifað þetta allt saman áður.

Björgvin Páll: Nýr staður og nýir andstæðingar

Þó svo að frammistaðan hafi valdið vonbrigðum er Björgvin Páll Gústavsson staðráðinn í að snúa gengi sínu og íslenska landsliðsins í handbolta við í milliriðlakeppninni á EM í Serbíu.

Balotelli tryggði City sigur á Tottenham í uppbótartíma

Manchester City tók á móti Tottenham á Etihad- vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mario Balotelli tryggði Manchester City sigur, 3-2, úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Welbeck tryggði United stigin þrjú gegn Arsenal

Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur, 2-1, gegn Arsenal á Emirates-vellinum í dag. Sigurmark United kom tíu mínútum fyrir leikslok og því er staðan á toppi deildarinnar eins eftir leiki dagsins. Danny Welbeck var hetja Manchester og skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning hjá Antonio Valencia.

Dalglish húðskammaði leikmenn í fjölmiðlum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sakaði leikmenn sína um að bera ekki virðingu fyrir andstæðingi sínum í dag en liðið tapaði 3-1 fyrir Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

Tekið á móti strákunum með danssýningu

Strákarnir okkar ferðuðust í eina tvo tíma í dag frá smábænum Vrsac til Novi Sad sem er næststærsta borg Serbíu. Hér búa um 650 þúsund manns. Það var lítið um að vera í hinum 30 þúsund manna bæ Vrsac en allt annað er upp á teningnum hér.

Strákarnir komnir á lúxushótel í Novi Sad

Strákarnir okkar máttu sætta sig við að dúsa á frekar slöppu þriggja stjörnu hóteli í Vrsac en í Novi Sad búa þeir við mikinn lúxus. Þeir eru á gríðarstóru, fimm stjörnu hóteli þar sem er allt til alls.

Sjá næstu 50 fréttir