Íslenski boltinn

Bragi Bergmann með hljóðnema | Frábært myndband frá 1992

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einn frægasti leikur tímabilsins 1992 var viðureign ÍA og Vals á Akranesi þegar að Bragi Bergmann, dómari leiksins, var með falinn hljóðnema á sér.

Leikmenn beggja liða létu Braga óspart heyra það og vakti málið gríðarlega athygli á sínum tíma.

Skaginn var nýliði í efstu deild en endaði tímabilið sem meistari. Sigurður Jónsson var fyrirliði ÍA en Sævar Jónsson fór fyrir Valsmönnum.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×