Aron: Gaman að sjá litlu strákana koma inn Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 22. janúar 2012 17:31 Aron á ferðinni í dag. mynd/vilhelm Aron Pálmarsson var í gríðarlegu stuði eftir sigurinn á Ungverjum í dag og lék á alls oddi undir stúkunni. Aron gekk ekki heill til skógar í dag en náði samt að skila sínu. "Ég fékk hrikalegt tak í bakið í gærmorgun. Ég gat ekki labbað, setið né æft í gær. Ég lá bara upp í rúmi. Þegar ég hnerraði þá meiddi ég mig. Þetta var mjög vont og er búinn að fara í sjúkraþjálfun tólf sinnum á skömmum tíma. Fór meira að segja í nálastungumeðferð tveim tímum fyrir leik," sagði Aron. "Ég ákvað að láta á þetta reyna. Setti á mig hitakrem og hitaði upp. Verður maður ekki að leggja sig allan í þetta," sagði strákurinn sem er ekki lengur kjúklingurinn í liðinu. Nú voru komnir inn í liðið gamlir félagar Arons úr yngri landsliðum Íslands. "Það var æðislegt og algjör snilld. Þetta eru alvöru gæjar sem hita ekkert við þetta. Þeir bara negla á þetta, eru hrokafullir og að sanna sig," sagði Aron og tók svo smá pásu. "Það er reyndar hálfskrítið að ég sé að tala svona um stráka á mínum aldri. Já, það er gaman að sjá litlu strákanna koma inn," sagði Aron og hló dátt ásamt þeim Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni. "Ég drullaði yfir vörnina eftir síðasta leik en nú vorum við allir frábærir í vörn. Ég drullaði líka yfir greyið Bjögga og hann á líka hrós skilið. Það er bara þannig með Bjögga að hann er svo góður að maður verður meira sár út í hann því hann á alltaf að verja svo vel. Það var frábært að sjá hann stíga upp í dag og við gleðjumst allir með honum." Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Aron Pálmarsson var í gríðarlegu stuði eftir sigurinn á Ungverjum í dag og lék á alls oddi undir stúkunni. Aron gekk ekki heill til skógar í dag en náði samt að skila sínu. "Ég fékk hrikalegt tak í bakið í gærmorgun. Ég gat ekki labbað, setið né æft í gær. Ég lá bara upp í rúmi. Þegar ég hnerraði þá meiddi ég mig. Þetta var mjög vont og er búinn að fara í sjúkraþjálfun tólf sinnum á skömmum tíma. Fór meira að segja í nálastungumeðferð tveim tímum fyrir leik," sagði Aron. "Ég ákvað að láta á þetta reyna. Setti á mig hitakrem og hitaði upp. Verður maður ekki að leggja sig allan í þetta," sagði strákurinn sem er ekki lengur kjúklingurinn í liðinu. Nú voru komnir inn í liðið gamlir félagar Arons úr yngri landsliðum Íslands. "Það var æðislegt og algjör snilld. Þetta eru alvöru gæjar sem hita ekkert við þetta. Þeir bara negla á þetta, eru hrokafullir og að sanna sig," sagði Aron og tók svo smá pásu. "Það er reyndar hálfskrítið að ég sé að tala svona um stráka á mínum aldri. Já, það er gaman að sjá litlu strákanna koma inn," sagði Aron og hló dátt ásamt þeim Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni. "Ég drullaði yfir vörnina eftir síðasta leik en nú vorum við allir frábærir í vörn. Ég drullaði líka yfir greyið Bjögga og hann á líka hrós skilið. Það er bara þannig með Bjögga að hann er svo góður að maður verður meira sár út í hann því hann á alltaf að verja svo vel. Það var frábært að sjá hann stíga upp í dag og við gleðjumst allir með honum."
Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira