Fótbolti

Jafnt hjá AZ Alkmaar og Ajax

Það var sannkallaður stórleikur í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar AZ Alkmaar tók á móti Ajax en þessi lið hafa barist um hollenska meistaratitilinn undanfarinn ár.

AZ Alkmaar skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks þegar Rasmus Elm renndi boltanum framhjá Kenneth Vermeer í marki Ajax.

Fimmtán mínútum fyrir leikslok jafnaði Ajax leikinn þegar Simon Paulsen skoraði sjálfsmark. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. AZ Alkmaar er sem fyrr í efsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig en Ajax er aftur á móti í því fjórða með 34 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu fimm mínúturnar í liði AZ Alkmaar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×