Enski boltinn

Nýtt kynþáttaníðsmál komið upp hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Enn eitt kynþáttaníðsmálið sem tengist Chelsea hefur komið fram í enskum fjölmiðlum. Í þetta sinn tengist það stuðningsmönnum liðsins sem sungu níðsöngva í lest á leið frá Norwich til Lundúna í gær.

Norwich og Chelsea gerðu í gær markalaust jafntefli en talsmaður Chelsea sagði að félagið hafði heyrt af málinu og myndi bregðast við.

„Við höfum áhyggjur af þessu og erum að vinna með yfirvöldum til að nafngreina þá einstaklinga sem áttu í hlut. Mismunun er viðbjóðsleg, sama af hvaða tagi það er."

John Terry var sakaður um að vera með kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmann QPR, í leik liðanna í haust. Hann mun fara fyrir rétt vegna málsins þann 1. febrúar næstkomandi. Þá fordæmdi Chelsea þá stuðningsmenn sem sungu níðsöngva í leik liðsins gegn Genk í Meistaradeild Evrópu í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×