Fótbolti

Veigar skoraði snoturt mark í æfingaleik - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Veigar Páll Gunnarsson skoraði í dag afar laglegt mark þegar að lið hans, Vålerenga, hafið betur gegn KFUM Oslo í æfingaleik, 3-1.

Markið skoraði hann með því að lyfta boltanum yfir sig, snúa sér og skora með viðstöðulausu skoti.

Minnir markið á frægt mark Kristins Tómassonar með Fylki gegn FH í lokaumferð efstu deildar karla árið 1989. Fylkir vann leikinn, 2-1, og FH missti naumlega af Íslandsmeistaratitlinum.

Smelltu hér til að sjá markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×