Handbolti

Björgvin Páll: Nýr staður og nýir andstæðingar

Þó svo að frammistaðan hafi valdið vonbrigðum er Björgvin Páll Gústavsson staðráðinn í að snúa gengi sínu og íslenska landsliðsins í handbolta við í milliriðlakeppninni á EM í Serbíu.

„Þetta voru erfiðir klukkutímar eftir leikinn og erfitt að gleyma þessum leik - og leikjunum öllum," sagði Björgvin Páll.

„En nú erum við komnir á nýjan stað og mætum nýjum andstæðingum. Við erum tilbúnir til að byrja að skrifa nýja sögu," segir hann og bætir við að mótlætið muni bara efla sig.

„Það er kannski ágætt að okkur eru enn allir vegir færir. Við þurfum að laga ýmislegt og við höfum nokkra klukkutíma til þess."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst í dag klukkan 15.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×